Kjarninn – Hlaðvarp show

Kjarninn – Hlaðvarp

Summary: Í Hlaðvarpi Kjarnans eru þegar á dagskrá þrír þættir. Þáttur um kúl hluti fer í loftið á þriðjudögum, hið sívinsæla Hismi er á fimmtudögum og Kvikan, þáttur um viðskipti og efnahagsmál, er á dagskrá á föstudögum. Nánari upplýsingar á kjarninn.is.

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 Tvíhöfði: Íslenskt neftóbak er framleitt á leynilegum stað | File Type: audio/mpeg | Duration: 17:26

Tvíhöfði er kominn aftur í Hlaðvarp Kjarnans. Þessa vikuna furðar félagarnir sig á neftóbaksneyslu og reyna að komast að því hvers vegna fólk noti neftóbak. Aðdáendur tvíeyksins geta nálgast Tvíhöfðaþættina í hlaðvarpinu vikulega á miðvikudögum klukkan 13:00. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði á Twitter.

 ÞUKL: Tímaflakkari var upphaf velgengninnar | File Type: audio/mpeg | Duration: 29:25

Tölvuleikurinn Tímaflakkarinn er aðal málið í Þætti um kúl hluti þessa vikuna og til að spjalla um leikinn mætti Georg Lúðvíksson í heimsókn í Kjarnann. Georg er einn þeirra sem stóð að gerð leiksins sem að öllum líkindum er fyrsti íslenski alvöru tölvuleikurinn. Teymið sem stóð að leiknum hefur síðan 1998, eftir að leikurinn kom út, haldið á mikla framabraut í heimi nýsköpunar. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.

 H&K: Áslaug Arna vill ekki tjá sig um stöðu Hönnu Birnu | File Type: audio/mpeg | Duration: 22:46

Nýjasti þátturinn af Hvítivíni og kommúnisma, í umsjón Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Freys Rögnvaldssonar, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í þætti vikunnar kljást Áslaug Arna og Freyr um helstu fréttir vikunnar, það er leiðréttinguna og Lekamálið svokallaða. Ekki er ofsögum sagt að þátturinn sé um margt athyglisverður þessa vikuna, ekki síst hvað varðar afstöðu tvíeykisins til Lekamálsins. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #hogk á Twitter.  

 Kvikan: Internetið er stærsti skemmtistaður í heimi | File Type: audio/mpeg | Duration: 22:00

Vöxtur Nova, sem hóf starfsemi  1. desember 2007, hefur verið ævintýralegur. Félagið hefur náð leiðandi stöðu á gagnaflutningsmarkaði, er með tæplega þriðjungs markaðshlutdeild á farsímamarkaði, veltir yfir sex milljörðum króna og hefur skilað tæpum 1,5 milljarði króna í hagnað á síðustu þremur árum. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er gestur Kvikunnar í dag. Hún fer yfir breytingarnar sem orðið hafa á fjarskiptamarkaði, rekstur fyrirtækisins, vaxtatækifæri, samkeppnina, Nokia 6120 símanna sem Nova mokaði út í bílförmum á árdögum fyrirtækisins og hvernig markaðsnálgun Nova var frá byrjun sú að opna á aðgengi fólks að stærsta skemmtistað í heimi, internetinu, í gegnum símann. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.

 Pabbi þarf að keyra: Svitnaði við að lesa veðurspána | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:01

Annar þáttur ferðasögu Guðmundar Pálssonar, fjölmiðlamanns og Baggalúts, og fjölskyldu hans um Evrópu er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í öðrum þættinum af Pabbi þarf að keyra, fer Guðmundur yfir ferðalag fjölskyldunnar frá Íslandi, þar sem óttast var að slæmt veður á Austfjörðum myndi setja ferðaplönin úr skorðum. Minnum á framhald ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu, Pabbi þarf að keyra, í Hlaðvarpi Kjarnans á morgun. #PabbiÞarfAðKeyra A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Nov 11, 2014 at 7:56am PST Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi Evrópu ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum á fjölskyldubílnum, og mun færa ferðasögu fjölskyldunnar til heimilda með vikulegum þáttum í Hlaðvarpi Kjarnans. Heyrn er sögu ríkari. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra á Twitter.

 Tæknivarpið: Er vefjafnrétti á Íslandi? | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:08:21

Í fyrsta þættinum af Tæknivarpinu fara Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Atli Stefán og sérlegur gestur, Stefán Hrafn Hagalín markaðsstjóri Odda, yfir tæknifréttir vikunnar. Þeir félagar ræða lögbannið á Deildu og Piratebay og umræðuna (eða umræðuskortinn) hér á landi um vefjafnræði. Stefán fer svo yfir það hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt markaðsstefnu Odda. Að lokum heyrum við hvað þeir félagar yfir í hverju þeir eru að fikta þessa vikuna. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.

 Hismið: Hanna Birna, leiðrétting og Best of B5 | File Type: audio/mpeg | Duration: 54:54

Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, er gestur Hismisins þessa vikuna. Atburðir vikunnar eru þess eðlis að erfitt var að fá gest sem ekki starfar í hringiðunni. Fjallað er um eldvegginn milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins, játning Gísla Freys í lekamálinu og skuldaleiðréttingar. Heiða Kristín reynir til dæmis að setja skuldaniðurfellinguna í samhengi við fjölskylduvandamál og alkahólisma. Hver ætli sé fulli pabbinn og hver ætli sé mamman? Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.

 Tvíhöfði: „Það er einhver vitleysingur búinn að skíta í bílinn þinn“ | File Type: audio/mpeg | Duration: 33:25

Tvíhöfði er kominn aftur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í dag opna þeir félagar fyrir símann og bjóða hlustendum að segja sögur af hvunndagshetjum og fólki sem hefur gert því grið. Nú þegar glóa allar línur. Aðdáendur tvíeyksins geta hér eftir nálgast Tvíhöfðaþættina í hlaðvarpinu vikulega á miðvikudögum klukkan 13:00. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði á Twitter.

 Á hliðarlínunni: Brassarnir munu kikna undan pressunni | File Type: audio/mpeg | Duration: 35:24

Lokaþáttur Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, er kominn í loftið. Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta spá í Heimsmeistarakeppnina með Dolla, hverjir séu líklegir sigurvegarar, hverjir munu koma á óvart og svo framvegis. Heimir er þess fullviss að Brassarnir munu kikna undan pressunni og valda vonbrigðum á mótinu, og spáir þeim tapi í fyrsta leik gegn Króötum í opnunarleik HM, sem hefst eftir nokkrar klukkustundir. Of mikil pressa sá á liðinu, bæði hvað varðar væntingar og svo hafi mikið gengið á í Brasilíu í aðdraganda HM. Helena er ekki sammála því að Brassarnir muni kikna undan pressunni og er á því að Brassarnir muni standa sig vel, en er sammála því að allt geti gerst. Þú getur hlustað á nýjasta og síðasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.

 H-riðill: Tími Belganna runninn upp að nýju | File Type: audio/mpeg | Duration: 35:51

Margrét Marteinsdóttir og Rúnar Kristinsson eru gestir Adolfs Inga í þættinum Á hliðarlínunni, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, sem nú er kominn í loftið. Að þessu sinni spá þremenningarnir í H-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, sem hefst í Brasilíu á morgun, en riðilin skipa lið frá Alsír, Rússlandi, Suður-Kóreu og Belgíu, en Rúnar spilaði í Belgíu sem atvinnumaður í fótbolta um árabil. Margrét bjó um tíma í Belgíu sem barn, þannig að bæði hún og Rúnar bera sterkar taugar til liðsins á HM í Brasilíu. Þau eru bæði á því að nú sé tími Belganna runninn upp að nýju, eftir mögur ár í alþjóðaknattspyrnunni að undanförnu, eða allt aftur til ársins 2002. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.  

 G-riðill: Eru framherjar í útrýmingarhættu? | File Type: audio/mpeg | Duration: 36:12

Sjöundi þátturinn í HM-hlaðvarpi Kjarnans,  Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, er kominn í loftið. Þar rýnir Dolli í G-riðilinn á Heimsmeistaramótinu í fótbolta, sem hefst á fimmtudaginn, ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnukonu og Atla Eðvaldssyni fyrrverandi þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. G-riðilinn skipa lið Þýskalands, Portúgal, Ghana og Bandaríkjanna. Þremenningarnir eru sammála um að Þjóðverjar og Portúgalar séu líklegastir til að fara áfram í sextán liða úrslitin. Framherjaskortur Þjóðverja vekur óneitanlega athygli, því í liðinu er aðeins að finna einn hreinræktaðan framherja í formi Miroslav Klose, og Spánverjar spila oft án náttúrulegra markaskorara. Margrét Lára og Atli velta því upp hvort  framherjar séu mögulega í útrýmingarhættu. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.

 F-riðill: „Argentína fer ekki langt með þessa markverði“ | File Type: audio/mpeg | Duration: 38:39

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í úrvalsdeild karla í fótbolta, og Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður eru gestir Adolfs Inga í nýjasta þættinum í Hlaðvarpi Kjarnans, Á hliðarlínunni. Þremenningarnir spá þar í F-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, sem hefst í Brasilíu á fimmtudaginn. Riðilinn skipa lið Argentínu, Bosníu og Herzegóvínu, Írans og Nígeríu. Sérfræðingarnir eru á því að það sé næsta öruggt að hið geysisterka lið Argentíunu muni sigra riðilinn næsta örugglega, en liðið muni ekki komast langt í keppninni sökum slakra markvarða hjá liðinu. Þá sé ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið muni fylgja Argentínu í sextán liða úrslitin, þar sem hin liðin séu öll mjög spennandi og áhugaverð. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í spilaranum hér að neðan.

 E-riðill: Draumur hins hlutlausa áhorfanda | File Type: audio/mpeg | Duration: 36:03

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson og Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu rýna í E-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta ásamt Adolfi Inga í fimmta þættinum af Á hliðarlínunni í Hlaðvarpi Kjarnans. Liðin sem skipa riðilinn eru Sviss, Ekvador, Frakkland og Hondúras. Þó riðillinn virðist við fyrstu sýn ekki vera svo spennandi, eru þremenningarnir á því að þar verði háðar margar áhugaverðar rimmur. Stefán Pálsson segir riðilinn engu að síður vera draum hins hlutlausa áhorfanda, hann sé einstaklega vel til þess fallinn að sinna fjölskyldunni eða grilla. Hlustaðu á fimmta þáttinn í Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í Hlaðvarpi Kjarnans, hér að neðan.

 D-riðill: Vonandi verður Balotelli með hausinn í lagi | File Type: audio/mpeg | Duration: 27:54

Hallbera Guðný Gísladóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem bæði hafa leikið með A-landsliðum Íslands í fótbolta, eru á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í fjórða þættinum í HM-hlaðvarpi Kjarnans. Þremenningarnir spá í spilin í D-riðli, þar sem lið Úrúgvæ, Englands, Ítalíu og Kosta Ríka etja kappi. Sérfræðingarnir eru ósammála um hvaða lið komast upp úr riðlinum í sextán liða úrslitin, en vona að Balotelli, framherji Ítala, verði með hausinn í lagi á mótinu. Þá telja þremenningarnir afa ólíklegt að Kosta Ríka muni landa einu einasta stigi í riðlinum. Hlustaðu á Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í Hlaðvarpi Kjarnans, hér að neðan.

 Fá mál komust á dagskrá | File Type: audio/mpeg | Duration: 39:30

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem nú lýkur ferli sínum sem borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Heiða Kristín Helgadóttir, formaður Bjartrar framtíðar, eru gestir Kjarnaofnsins að þessu sinni þar sem úrslit sveitastjórnarkosninganna eru til umræðu. Þær sögðu fá mál hafa komist á dagskrá og að Mosku-mál Framsóknarflokksins hafi haft afgerandi áhrif á það hvernig kosningabaráttan í borginni  þróaðist á síðustu metrunum.

Comments

Login or signup comment.