H-riðill: Tími Belganna runninn upp að nýju




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Margrét Marteinsdóttir og Rúnar Kristinsson eru gestir Adolfs Inga í þættinum Á hliðarlínunni, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, sem nú er kominn í loftið. Að þessu sinni spá þremenningarnir í H-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, sem hefst í Brasilíu á morgun, en riðilin skipa lið frá Alsír, Rússlandi, Suður-Kóreu og Belgíu, en Rúnar spilaði í Belgíu sem atvinnumaður í fótbolta um árabil. Margrét bjó um tíma í Belgíu sem barn, þannig að bæði hún og Rúnar bera sterkar taugar til liðsins á HM í Brasilíu. Þau eru bæði á því að nú sé tími Belganna runninn upp að nýju, eftir mögur ár í alþjóðaknattspyrnunni að undanförnu, eða allt aftur til ársins 2002. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.