G-riðill: Eru framherjar í útrýmingarhættu?




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Sjöundi þátturinn í HM-hlaðvarpi Kjarnans,  Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, er kominn í loftið. Þar rýnir Dolli í G-riðilinn á Heimsmeistaramótinu í fótbolta, sem hefst á fimmtudaginn, ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnukonu og Atla Eðvaldssyni fyrrverandi þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. G-riðilinn skipa lið Þýskalands, Portúgal, Ghana og Bandaríkjanna. Þremenningarnir eru sammála um að Þjóðverjar og Portúgalar séu líklegastir til að fara áfram í sextán liða úrslitin. Framherjaskortur Þjóðverja vekur óneitanlega athygli, því í liðinu er aðeins að finna einn hreinræktaðan framherja í formi Miroslav Klose, og Spánverjar spila oft án náttúrulegra markaskorara. Margrét Lára og Atli velta því upp hvort  framherjar séu mögulega í útrýmingarhættu. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.