Kjarninn – Hlaðvarp show

Kjarninn – Hlaðvarp

Summary: Í Hlaðvarpi Kjarnans eru þegar á dagskrá þrír þættir. Þáttur um kúl hluti fer í loftið á þriðjudögum, hið sívinsæla Hismi er á fimmtudögum og Kvikan, þáttur um viðskipti og efnahagsmál, er á dagskrá á föstudögum. Nánari upplýsingar á kjarninn.is.

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 Hvað einkennir alvöru íslensk frægðarmenni? | File Type: audio/mpeg | Duration: 51:28

Í Hismi dagsins er farið ítarlega yfir hvað fólk þarf að gera til að flokkast sem íslenskt A-seleb (frægðarmenni), hvað einkennir gott B-seleb og hverskonar fólk tilheyrir C-seleb hópnum. Stjórnendur eru, líkt og venjulega, sjónvarpsstöðvaráskrifandinn Árni Helgason og brimrótarsérfræðingurinn Grétar Theodórsson. Gestur þeirra að þessu sinni er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Hann svarar meðal annars spurningum þeirra um hvorum eilífðarritstjóranum hann líkist meira: Jónasi Kristjánssyni eða Styrmi Gunnarssyni. Auk þess er farið yfir yfirlýsingar Guðjóns Bergmanns, skuggabarsdrottningar og umfjöllun Kjarnans um smálánafyrirtæki. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.

 Hismið: Framsóknarmenn sólgnir í svínakjöt | File Type: audio/mpeg | Duration: 52:32

„Erkiframsóknarmaðurinn vill lamb, það er einmitt það sem maður hélt,“ segir Grétar Theodórsson, annar stjórnenda Hismisins, um nýja lífsstílskönnun sem sýnir fram á að framsóknarmenn vilji hamborgarhrygg í jólamatinn. Gestur Grétars og Árna Helgasonar í Hismi vikunnar er Sigurður Hilmarsson lögmaður. Í þættinum er einnig farið yfir grein Árna um almennar hversdagsreglur. Þar er fjallað um grundvallarreglur í samskiptum fólks. Hvor hringir til baka þegar símtal slitnar? Hver á áfengið sem skilið er eftir í veislum? Má henda rusli á gólfið í bíó? „Þetta er svona tilraun til að setja reglur fyrir fólk,“ segir Árni. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.

 Hismið: Var Nelson Mandela selfie-maður? | File Type: audio/mpeg | Duration: 49:14

Gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu er Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fréttamaður á RÚV. Þau ræða aðventuna og hvernig Björg hefur fengið vini sína til að skaffa sér smákökur fyrir jólin. „Ég var að reyna finna upp leið til að fá vini mína sem eru góðir að baka, til að koma með smákökur heim til mín á aðventunni. Nú, hvernig gerir maður það? Maður efnir til keppni á meðal vina sinna,“ segir Björg um stóra planið. Þá ræða þau um táknmálstúlkinn sem bullaði bara þegar helstu leiðtogar heims fluttu erindi á minningarathöfn um Nelson Mandela í Jóhannesarborg á dögunum. Sjálfsmyndir Helle Thorning-Schmidt, David Cameron og Barack Obama fá einnig umræðu. Björg veltir fyrir sér hvort það hafi verið til þess að gera lítið úr Mandela: „Maður spyr sig hvort Nelson Mandela hafi verið þessi „selfie-maður“?“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.

 Hismið: Grínistar með líf pólitíkusa í höndunum | File Type: audio/mpeg | Duration: 43:26

Árni Helgason og Grétar Theodórsson fara yfir fréttir vikunnar í Hisminu. Í þetta skiptið er grínistinn Ari Eldjárn í heimsókn og ræðir við þá Hismismenn um pakkapítsur, stóru fréttahelgina þegar gögn frá Vodafone láku og skuldaniðurfellingar voru kynntar. Þá fara þeir yfir eftirhermur í nútímanum. Ari hefur til að mynda hermt eftir Davíð Oddsyni og fleiri þjóðþekktum einstaklingum. Eftirherma hans af Bubba Morthens er til dæmis bráðfyndin. „Ég held það hjálpi manni tvímælalaust að hafa sterka eftirhermu til að leika mann,“ segir Ari og nefnir Davíð Oddsson og vel heppnaða eftirhermu Arnar Árnasonar sem dæmi og hversu valdsmannsleg eftirherman er. „Ég held að Hannes Óli sé að fara að tryggja [Sigmund Davíð] ... Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hafi lent í svolítilli krísu því Karl Ágúst er að leika hana og þau eru bara ekki nógu lík.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.

 Hismið: Svínshöfuð og RÚV | File Type: audio/mpeg | Duration: 34:39

Í þessum þætti Hismisins með Árna og Grétari er rætt við Fanney Birnu Jónsdóttur, blaðamann hjá fréttastofu 365, um fjölmiðlalandslagið og framtíð fjölmiðla á Íslandi. Atburðir vikunnar eru einnig ræddir í þættinum. Meðal annars umræðuna um fyrirhugaða mosku í Reykjavík og framgöngu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í kjölfar útvarpsviðtals. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.

 Hismið – 2. þáttur | File Type: audio/mpeg | Duration: 54:58

Í fyrri hluta Hismis dagsins ræða Grétar og Árni um Rob Ford, umspilsleikina gegn Króatíu, meinta bjórdrykkju vina okkur úr austrinu og ýmislegt fleira. Í síðari hluta þáttarins ræða þeir við Gísla Martein Baldursson, fjölmiðlamann og fyrrum borgarfulltrúa, um stöðu Sjálfstæðisflokksins, prófkjör hans í Reykjavík og hvað ritstjórinn Davíð Oddsson myndi segja við borgarstjórann Davíð Oddsson.  

 Hismið – 1. þáttur | File Type: audio/mpeg | Duration: 51:44

Hismið er hlaðvarp á vegum Kjarnans sem tveir reglulegir pistlahöfundar í Kjarnanum, Grétar Theodórsson og Árni Helgason, halda úti auk góðra gesta hverju sinni. Hismið birtist reglulega hér á vef Kjarnans. Í fyrsta þætti 1. Hin fullkomna afsökunarbeiðni Þegar menn/fyrirtæki/félagasamtök gera mistök eða láta einhver fráleit ummæli falla þarf að reyna að bæta úr með yfirlýsingu eða afsökunarbeiðni sem lokar málinu. Það tekst þó ekki alltaf. 2. KSÍ og almannatengslin Forystumenn KSÍ hafa að undanförnu farið í gegnum ýmsa brimskafla og við fáum Andrés Jónsson til að fara yfir það með okkur hvernig til hefur tekist með almannatengsl og samskipti við fjölmiðla. 3. Skrúfað fyrir stuttu lánin? Ný lög um neytendalán tóku gildi í byrjun nóvember. Nokkuð stór hópur mun eiga erfiðara með að útvega sér skammtímalán. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Vertu áskrifandi af hlaðvarpinu með því að smella hér.

 Gerðu vinsælasta app í heimi | File Type: audio/mpeg | Duration: 25:05

Þegar gengið er inn á skrifstofur Plain Vanilla við Laugaveg í Reykjavík er augljóst að þar gengur vel. Eftir að hafa þrammað dúklagðan stigagang taka við marmaratröppur upp á efstu hæð hússins og þegar komið er á efsta stigapallinn blasir veggbreið ljósmynd við. Við enda myndarinnar er síðan hurð sem er vel merkt fyrirtækinu sem ég heimsæki. Þar ætla ég að ræða við Ými Örn Finnbogason fjármálastjóra um ævintýri síðustu mánaða. Plain Vanilla gaf í síðustu viku út eitt vinsælasta app í heimi fyrir iPhone og iPad. Spurningaleikurinn QuizUp hefur orðið vinsæll á svo skömmum tíma að aðeins fimm dögum eftir að hann varð fyrst aðgengilegur sáu yfirmenn fyrirtækis­ins sér ekki annað fært en að auglýsa eftir sjö starfsmönnum í hin ýmsu störf.  

 Farið yfir 12. útgáfu Kjarnans | File Type: audio/mpeg | Duration: 20:05

Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, segir frá efni 12. útgáfu sem kom út í dag 7. nóvember. Þar reifaði hann forsíðuumfjöllunina um breytingar á skipulagi við Laugaveg undanfarin ár, Burlington vogunarsjóðinn og topp fimm verstu byggingaákvarðanirnar á Íslandi. Þá er rætt um afstöðu borgaryfirvalda til stækkunar Laugardalsvallar en nú er ljóst að borgin telur ríkissjóð eiga að sjá um fjármögnun á þjóðarleikvöngum. Vandinn er hins vegar að aðeins einn þjóðarleikvangur er formlega skilgreindur sem slíkur, það er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Munurinn á útgáfum Kjarnans í iPad og í PDF er ræddur en undanfarið hefur verið lögð áhersla á að fjölga gagnvirkum lausnum í efnisframsetningunni.

Comments

Login or signup comment.