Á hliðarlínunni: Brassarnir munu kikna undan pressunni




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Lokaþáttur Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, er kominn í loftið. Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta spá í Heimsmeistarakeppnina með Dolla, hverjir séu líklegir sigurvegarar, hverjir munu koma á óvart og svo framvegis. Heimir er þess fullviss að Brassarnir munu kikna undan pressunni og valda vonbrigðum á mótinu, og spáir þeim tapi í fyrsta leik gegn Króötum í opnunarleik HM, sem hefst eftir nokkrar klukkustundir. Of mikil pressa sá á liðinu, bæði hvað varðar væntingar og svo hafi mikið gengið á í Brasilíu í aðdraganda HM. Helena er ekki sammála því að Brassarnir muni kikna undan pressunni og er á því að Brassarnir muni standa sig vel, en er sammála því að allt geti gerst. Þú getur hlustað á nýjasta og síðasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í HM-hlaðvarpi Kjarnans, í spilaranum hér að neðan.