F-riðill: „Argentína fer ekki langt með þessa markverði“




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í úrvalsdeild karla í fótbolta, og Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður eru gestir Adolfs Inga í nýjasta þættinum í Hlaðvarpi Kjarnans, Á hliðarlínunni. Þremenningarnir spá þar í F-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, sem hefst í Brasilíu á fimmtudaginn. Riðilinn skipa lið Argentínu, Bosníu og Herzegóvínu, Írans og Nígeríu. Sérfræðingarnir eru á því að það sé næsta öruggt að hið geysisterka lið Argentíunu muni sigra riðilinn næsta örugglega, en liðið muni ekki komast langt í keppninni sökum slakra markvarða hjá liðinu. Þá sé ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið muni fylgja Argentínu í sextán liða úrslitin, þar sem hin liðin séu öll mjög spennandi og áhugaverð. Hlustaðu á nýjasta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í spilaranum hér að neðan.