Kjarninn – Hlaðvarp show

Kjarninn – Hlaðvarp

Summary: Í Hlaðvarpi Kjarnans eru þegar á dagskrá þrír þættir. Þáttur um kúl hluti fer í loftið á þriðjudögum, hið sívinsæla Hismi er á fimmtudögum og Kvikan, þáttur um viðskipti og efnahagsmál, er á dagskrá á föstudögum. Nánari upplýsingar á kjarninn.is.

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 Hismið: Aldrei fengið „high five“ frá Davíð Oddssyni | File Type: audio/mpeg | Duration: 48:34

Hismið snýr aftur með látum eftir jólaleyfi með þeim Árna Helgasyni og Grétari Theodórsyni í fararbroddi. Fyrsti gestur ársins er Gunnar Dofri Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og laganemi. Að venju taka þeir fyrir helstu málefni líðandi stundar. Eldvarnir í turninum í Borgartúni, breytingar á DV, Stundin og umhverfismál eru meðal umfjöllunarefna í dag. Þá kemur Davíð Oddsson við sögu, en sá gefur víst ekki „high five“ og verslar 1944-rétti í Hagkaupum. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter (https://twitter.com/hismid_hladvarp).

 Tvíhöfði: Sonurinn flytur inn fíkniefni | File Type: audio/mpeg | Duration: 18:08

Tvíhöfði opnar fyrir símann í dag svo hlustendur geti hringt inn. Jólin eru enn ofarlega í huga þeirra sem hringja inn en á endanum komst aðeins einn að. Sá sagði hugljúfa jólasögu af fíkniefnum, syni sínum og snjókallinum. Sonurinn er alveg heillaður af sjókallinum en þegar hann áttar sig á því að hann talar ekki spyr hann pabba sinn hvort hann geti ekki verið snjókallinn. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði (https://twitter.com/hashtag/Tv%C3%ADh%C3%B6f%C3%B0i?src=hash) á Twitter.

 ÞUKL: SpaceX hætti við tímamótageimskot | File Type: audio/mpeg | Duration: 26:31

Í fyrsta þætti um kúl hluti á árinu 2015 er fjallað um geimrusl, einfaldlega geimferðir og umhverfismál. Tilefnið átti að vera fyrirhugað geimskot SpaceX af pramma á Atlantshafi með vistir fyrir Alþjóðlegu geimstöðina. Eldsneytistönkunum, eða ruslinu, átti svo að lenda aftur á prammanum. Elon Musk er annt um hnöttinn okkar og veit að á sporbraut um jörðu er gríðarlega mikið af rusli sem hefur orðið til í þúsundum geimferða og geimskota. Nokkrum mínútum eftir að þátturinn var tekinn upp bárust hins vegar fregnir (http://bigstory.ap.org/article/8b86306c56a14c00b472926775168fdd/spacex-aims-pre-dawn-launch-space-station) af því að SpaceX hafi frestað geimskotinu um óákveðinn tíma. BREAKING: SpaceX calls off early morning rocket launch to the International Space Station — The Associated Press (@AP) January 6, 2015 (https://twitter.com/AP/status/552425817180229632) Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi (http://hrefshare.com/33b8) og notið merkið #ÞUKL (https://twitter.com/search?q=%23%C3%BEukl&src=typd) til að mæla með töff hlutum.

 Pabbi þarf að keyra: Sjálfskipaðir stöðumælaverðir | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:22

Níundi þátturinn af ferðasögunni Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Eins og dyggir lesendur Kjarnans vita auðvitað mætavel, þá heldur fjölmiðlamaðurinn og Baggalúturinn Guðmundur Pálsson úti vikulegum hlaðvarpsþáttum þar sem hann færir til heimilda viðburðaríka ferðasögu fjölskyldunnar um Evrópu. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og börnum á fjölskyldubílnum, en Vesturbæjarfjölskyldan reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem standa á í tæpt ár. Minnum á nýjasta þáttinn í ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu klukkan 13:00 í Hlaðvarpi Kjarnans í dag. #PabbiÞarfAðKeyra (https://instagram.com/p/xWW46LD0li/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jan 1, 2015 at 3:08am PST Í nýjasta þættinum segir Gummi frá heimsókn fjölskyldunnar til Pompei, og sjálfskipuðum stöðumælavörðum sem eru víst á hverju strái á Ítalíu. „Stöðumælaverðirnir“ bjóða yfirráðamönnum ökutækja upp á sérstaka vernd gegn vægu gjaldi, svo ekkert komi nú fyrir bíl þeirra á meðan hann er geymdur í stæði. Þá gildir einu hvort ökumenn greiða í þar til gerðan stöðumæli. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.      

 Tæknivarpið: Eru sprengjur Norður-Kóreu lengi á leiðinni? | File Type: audio/mpeg | Duration: 44:13

Tæknivarpið tekur saman helstu fréttir ársins í heimi tækni og nýunga í síðustu þáttum ársins. Fyrri hluti þessarar yfirferðar fór í loftið í Hlaðvarpi Kjarnans á mánudaginn. Umsjónarmenn þáttarins í þetta sinn eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Hlini Melsteð, Atli Stefán, Kristján Thors, Andri Valur og Axel Paul. Síðast var fjallað um helstu atburði ársins en í þetta sinn ræða þeir félagar helstu græjur ársins og velja til dæmis síma ársins, spjaldtölvu ársins, fartölvu ársins og fleira. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter (https://twitter.com/simon_is), Facebook (https://www.facebook.com/simonpunkturis) og á Simon.is (http://simon.is/).

 Tvíhöfði: Meiri hálka með nýjum borgarstjóra | File Type: audio/mpeg | Duration: 27:03

Stjórnmál eru Tvíhöfða hugleikin á þessum síðasta degi ársins 2014. Þeir félagar, Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, ræða ríkisstjórnina og stjórnaraandstöðuna í þættinum og hlífa ekki hlustendum eins og venjulega. Efst í huga Tvíhöfða er samt öryggi hlustenda og eru þeir hvattir til að nota mannbrodda á áramótunum, enda er mun meiri hálka í Reykjavík eftir að Jón hætti að vera borgarstjóri. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði (https://twitter.com/hashtag/Tv%C3%ADh%C3%B6f%C3%B0i?src=hash) á Twitter.

 Kvikan: Ár rússíbanareiðar í efnahagsmálum að baki | File Type: audio/mpeg | Duration: 43:51

Í áramótaþætti Kvikunnar er árið gert upp og stóra myndin í gangi efnahagsmála skoðuð. Á enda er nú tíðindamikið ár þar sem gangi mála má líkja við rússíbanareið. Ein stærsta frétt ársins eru stór skref sem stigin voru á árinu í átt að afnámi eða rýmkum fjármagnshafta. Þá koma rannsóknarnefndir, fjárfestingaleiðin, batamerki og pólitísk átök líka við sögu. Umsjónarmenn þáttarins eru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Magnús Halldórsson. Kvikan óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og farsældar á nýju ári! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?f=realtime&src=hash) á Twitter.

 Tæknivarpið: Norður-Kóreuvæðing internetsins | File Type: audio/mpeg | Duration: 43:42

Tæknivarpið tekur saman helstu fréttir ársins í heimi tækni og nýunga í síðustu þáttum ársins. Sérstakur aukaþáttur er sendur út í dag og seinni hluti þessarar yfirferðar birtist á fimmtudaginn. Umsjónarmenn þáttarins í þetta sinn eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Hlini Melsteð, Atli Stefán, Kristján Thors, Andri Valur og Axel Paul. Í fyrri þættinum eru helstu atburðir ársins ræddir. Bera þar hæst innbrot í tölvukerfi Apple og Sony auk innbrota í skjalageymslur kvikmynda og söngstjarna sem birtist á vefnum undir heitinu The Fappening. Þá fara þeir félagar yfir það sem þeir vilja kalla „Norður-Kóreuvæðingu“ internetsins á Íslandi. Þar ber helst að nefna baráttuna gegn Netflix og gegn Deildu og Pirate Bay. Óvenju þétt setið í stúdíóinu í dag #Tæknivarpið (https://twitter.com/hashtag/T%C3%A6knivarpi%C3%B0?src=hash) pic.twitter.com/vSzn5la8q3 (http://t.co/vSzn5la8q3) — Simon.is (@simon_is) December 28, 2014 (https://twitter.com/simon_is/status/549260544847642624) Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter (https://twitter.com/simon_is), Facebook (https://www.facebook.com/simonpunkturis) og á Simon.is (http://simon.is/).

 Pabbi þarf að keyra: Íslenskt jólahald á Sikiley | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:49

Áttundi þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans, en þáttur vikunnar er í jólafötunum eins og gefur að skilja. Eins og dyggir lesendur Kjarnans vita auðvitað mætavel, þá heldur fjölmiðlamaðurinn og Baggalúturinn Guðmundur Pálsson úti vikulegum hlaðvarpsþáttum þar sem hann færir til heimilda viðburðaríka ferðasögu fjölskyldunnar um Evrópu. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og börnum, en Vesturbæjarfjölskyldan reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem standa á í tæpt ár. Í nýjasta þættinum segir Gummi frá jólahaldi fjölskyldunnar á Sikiley, og skemmtilegum hefðum eyjaskeggja í tengslum við jólahátíðina sem fjölskyldan hefur heldur betur ekki farið varhluta af. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.

 ÞUKL: Spurningakeppni Þáttar um kúl hluti | File Type: audio/mpeg | Duration: 54:17

Það er brugðið á leik í Þætti um kúl hluti á Þorláksmessu í tilefni af því að þetta er síðasti þáttur fyrir jól. Á aðventunni hefur verið einskonar jólaþema í þættinum, þar sem farið hefur verið yfir alla kúl hlutina sem allir gera á jólunum, með vinum og ættingjum. Markmiðið er að sameina þetta allt í þætti vikunnar. Þess vegna komu Stígur Helgason, Sigríður Björg Tómasdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Sunna Valgerðardóttir, Kjartan Guðmundsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir í heimsókn og spiluðu Trivial, drukku jólabjór áður en gengið var niður á Laugaveg í jólaösina. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi (http://hrefshare.com/33b8) og notið merkið #ÞUKL (https://twitter.com/search?q=%23%C3%BEukl&src=typd) til að mæla með töff hlutum.

 Kvikan: Sádí-Arabar, fjárlögin og lögbrot bankanna | File Type: audio/mpeg | Duration: 23:59

Olíuverðið hætti að falla eftir að olíumálaráðherra Sádí-Arabíu lýsti því yfir að verðfallið á olíu væri líklega bara tímabundin. Á sama tíma kom Vladímir Pútín fram á blaðamannafundi í Rússlandi og lýsti yfir mikilli óvissu í rússnesku efnahagslífi. Á Íslandi hefur verðfallið á Íslandi jákvæð áhrif, en líka neikvæð, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum við Rússland. Á sama tíma og þetta gengur yfir var verið að samþykkja fjárlög og sekta bankana um 1,6 milljarða króna. Umsjónarmenn eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?f=realtime&src=hash) á Twitter.

 H&K: Skipun Ólafar vantraust á þingflokkinn eða ekki? | File Type: audio/mpeg | Duration: 25:46

Nýr þáttur af Hvítvíni og kommúnisma, í umsjón Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Freys Rögnvaldssonar, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í nýjasta þættinum ræðir tvíeykið meðal annars skipun Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra, sem Áslaug Arna og Freyr Rögnvalds hafa mismunandi sýn á. Viti menn! Þá ræða þau sömuleiðis önnur helstu málefni líðandi stundar, hvort með sínum óviðjafnanlega hætti. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #hogk á Twitter.

 Kvikan: Risafréttir um höftin og rússneski björninn í vanda | File Type: audio/mpeg | Duration: 28:05

Það gætu mikil tíðindi verið framundan þegar kemur að rýmkun eða afnámi hafta. Hin falska veröld haftabúskaparins mun þá hverfa. Á sama tíma og þetta á sér stað hér á landi, eru Rússar í miklum vanda. Olían fellur, rúblan er í frjálsu falli og utanríkisráðherrar NATO ríkja stilltu sér upp gegn Pútín. Um þetta er rætt í Kvikunni, vikulegum þætti um efnahagsmál og viðskipti í hlaðvarpi Kjarnans. Umsjónarmenn eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.

 Pabbi þarf að keyra: Hitti mjög svo óvæntan aðdáanda í Bern | File Type: audio/mpeg | Duration: 11:29

Fimmti þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þar færir Guðmundur Pálsson, fjölmiðlamaður og Baggalútur, ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum á fjölskyldubílnum, sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið. Þessi sex manna fjölskylda í Vesturbænum reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem á að standa í tæpt ár. Minnum á nýjasta þáttinn í ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu, í Hlaðvarpi Kjarnans. #PabbiÞarfAðKeyra A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Dec 12, 2014 at 2:26am PST Í nýjasta þættinum segir Gummi Páls frá því þegar hann hitti aðdáanda tiltekins lags með Baggalúti í Bern, og ferðalag fjölskyldunnar um Alpanna áleiðis til Ítalíu. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra á Twitter.

 Tæknivarpið: 20 ára afmæli PlayStation | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:08:59

Tæknivarpið fjallar um allt það nýjasta í heimi nýjustu tækni. Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Atli Stefán eru umsjónarmenn þáttarins þessa vikuna. Í þættinum ræða þeir PlayStation-leikjatölvuna og árin 20 sem liðin eru síðan hún kom fyrst út. Tilboðsvaktin, jólagjafavaktin og djammvaktin eru jafnframt til umfjöllunar en þar getur fólk fylgst með tilboðum og vörum á Snapchat. Þetta og margt fleira í Tæknivarpinu. Þetta er nýja Sony e-paper úrið. Myndirðu? pic.twitter.com/Uu9sAtRBXA — Simon.is (@simon_is) December 3, 2014 Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.

Comments

Login or signup comment.