E-riðill: Draumur hins hlutlausa áhorfanda




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson og Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu rýna í E-riðil Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta ásamt Adolfi Inga í fimmta þættinum af Á hliðarlínunni í Hlaðvarpi Kjarnans. Liðin sem skipa riðilinn eru Sviss, Ekvador, Frakkland og Hondúras. Þó riðillinn virðist við fyrstu sýn ekki vera svo spennandi, eru þremenningarnir á því að þar verði háðar margar áhugaverðar rimmur. Stefán Pálsson segir riðilinn engu að síður vera draum hins hlutlausa áhorfanda, hann sé einstaklega vel til þess fallinn að sinna fjölskyldunni eða grilla. Hlustaðu á fimmta þáttinn í Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í Hlaðvarpi Kjarnans, hér að neðan.