Kvikan: Internetið er stærsti skemmtistaður í heimi




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Vöxtur Nova, sem hóf starfsemi  1. desember 2007, hefur verið ævintýralegur. Félagið hefur náð leiðandi stöðu á gagnaflutningsmarkaði, er með tæplega þriðjungs markaðshlutdeild á farsímamarkaði, veltir yfir sex milljörðum króna og hefur skilað tæpum 1,5 milljarði króna í hagnað á síðustu þremur árum. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er gestur Kvikunnar í dag. Hún fer yfir breytingarnar sem orðið hafa á fjarskiptamarkaði, rekstur fyrirtækisins, vaxtatækifæri, samkeppnina, Nokia 6120 símanna sem Nova mokaði út í bílförmum á árdögum fyrirtækisins og hvernig markaðsnálgun Nova var frá byrjun sú að opna á aðgengi fólks að stærsta skemmtistað í heimi, internetinu, í gegnum símann. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.