Kjarninn – Hlaðvarp show

Kjarninn – Hlaðvarp

Summary: Í Hlaðvarpi Kjarnans eru þegar á dagskrá þrír þættir. Þáttur um kúl hluti fer í loftið á þriðjudögum, hið sívinsæla Hismi er á fimmtudögum og Kvikan, þáttur um viðskipti og efnahagsmál, er á dagskrá á föstudögum. Nánari upplýsingar á kjarninn.is.

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 Hismið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með Wu-Tang skegg? | File Type: audio/mpeg | Duration: 42:50

Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þetta sinn er gestur þáttarins bensínstöðvasérfræðingurinn Magnús Geir Eyjólfsson, ritstjóri Eyjunnar. Grétar Theodórsson, annar stjórnandi Hismisins, er enn forfallaður og eftir ásættanlega frammistöðu í síðasta þætti fékk Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, að spreyta sig aftur sem gestastjórnandi við hlið Árna Helgasonar. Í þætti dagsins er farið yfir pylsusmygl framsóknarþingmanns, hvernig Hrannari Péturssyni muni takast upp við að koma ríkisstjórninni í betra samband við ungt fólk í gegnum samfélagsmiðla, áhuga Wu-Tang meðlima á íslensku skeggi og þá ákvörðun Dorrit Moussaieff að svara kjaftasögum um meintan skilnað sinn við forsetann í viðhafnarviðtali við glanstímarit. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.

 Tvíhöfði: Hver er fallegasti staður á Íslandi? | File Type: audio/mpeg | Duration: 18:47

Tvíhöfði leitar að fallegasta stað á Íslandi og opnar þess vegna fyrir símann í hljóðveri Kjarnans. Jökulsárlón, Landmannalaugar og Þórsmörk eru í hugum margra mögnuðustu náttúruperlur Íslands en er það raunin? Athygli vekur að einn umdeildasti staður landsins er í miklu uppáhaldi meðal hlustenda Tvíhöfða. Heyrn er sögu ríkari. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði á Twitter.

 ÞUKL: Hið fullkomna form borðspila | File Type: audio/mpeg | Duration: 40:05

Þáttur um kúl hluti er helgaður spurningaspilum og spurningaleikjum þessa vikuna. Til þess að ræða þetta kom Vilhelm Anton Jónsson í heimsókn í hljóðver Kjarnans en hann hefur séð um spurningaþáttinn Nei, hættu nú alveg á Rás 2. Vilhelm er jafnframt mikil áhugamaður um gangslausa þekkingu og einkar forvitinn um allt milli himins og jarðar. En er Trivial Pursuit hið fullkomna form borðspila? A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Dec 12, 2014 at 7:09am PST Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.

 H&K: Stjórnvöld buðu upp á leikrit við fjárlagagerðina | File Type: audio/mpeg | Duration: 20:59

Nýr þáttur af Hvítvíni og kommúnisma, í umsjón Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Freys Rögnvaldssonar, er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í nýjasta þættinum býður tvíeykið, sem er sjaldnasta sammála, upp á líflegar umræður um fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar, virkjanaáform meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, hver verður næsti innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins og nýlegan dóm EFTA dómstólsins um verðtryggingarákvæði íslenskra neytendalána. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #hogk á Twitter.

 Kvikan: Stríðsfyrirsagnir í Noregi og hitnun hagkerfisins á Íslandi | File Type: audio/mpeg | Duration: 22:42

Fatið af olíu féll um sex prósent í gær og hefur lækkað um nærri 40 prósent frá því í júní. Þetta kallaði á stríðsfyrirsagnir norskra fjölmiðla í gær og í dag. Helstu efnahagssérfræðingar Noregs óttast mikla dýfu í gangi efnahagsmála í landinu. Á meðan er íslenska hagkerfið að hitna. Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson spjölluðu um merkilega tíma í efnahagsmálunum. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.

 Pabbi þarf að keyra: Var næstum búinn að kasta upp yfir börnin | File Type: audio/mpeg | Duration: 11:51

Fjórði þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þar færir Guðmundur Pálsson, fjölmiðlamaður og Baggalútur, ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum á fjölskyldubílnum, sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið. Þessi sex manna fjölskylda í Vesturbænum reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem á að standa í tæpt ár. Minnum á framhald ferðasögu Gumma Páls Baggalúts og fjölskyldu, í Hlaðvarpi Kjarnans kl. 13:00. #PabbiÞarfAðKeyra A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Nov 11, 2014 at 3:06am PST Fjölskyldan hefur til þessa lagt 6.500 kílómetra að baki, og dvelur nú á Ítalíu. Í nýjasta þættinum rifjar Gummi Páls upp endurkynni fjölskyldunnar við skemmtigarðinn Fantasíaland, en í síðustu heimsókn í garðinn var Gummi Páls hársbreidd frá því að kasta upp yfir börnin sín, þar sem þau sátu í svarta myrkri í „musteri næturfálkans.“ Þá segir Gummi Páls frá viðkynnum sínum við óværu sem beit hann í ökklann og skildi höfuð sitt eftir, sem ekki sér fyrir endann á. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra á Twitter.  

 Tæknivarpið: RÚV-appið ekki fyrir sófakartöflur | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:10:00

Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán, Bjarni Ben og Axel Paul spjalla um tækni og græjur í Tæknivarpinu þessa vikuna. Þeir spjalla meðal annars um nýja appið frá RÚV þar sem hægt er að nálgast útsendingar og sarpinn hjá ríkismiðlinum. Svo er venju samkvæmt farið yfir hlutina sem þeir félagar eru að fikta í þessa dagana. Snjallúr voru til umfjöllunar í Tæknivarpi vikunnar hjá Kjarnanum. Er þetta framtíðin? A photo posted by Simon.is (@simonpunkturis) on Nov 11, 2014 at 1:37pm PST Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.

 Hismið: Er sjoppufæði úr bílalúgu heiðarlegasti maturinn á Íslandi? | File Type: audio/mpeg | Duration: 39:08

Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þetta sinn er gestur þáttarins sérfræðingurinn, þungarokkarinn og landsbyggðartröllið Þóra Hallgrímsdóttir. Þáttur dagsins er einstakur að mörgu leyti. Þar ber helst að nefna að Grétar Theodórsson, annar stjórnandi Hismisins, er forfallaður í fyrsta sinn síðan þátturinn hóf göngu sína. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, tekur sæti hans við hlið Árna Helgasonar. Þá er hringt til útlanda til að ræða kebab-pizzur, en slík alþjóðavæðing er auðvitað nýmæli. Í þætti dagsins er haldið áfram að ræða heiðarlegasta matinn og því velt fyrir sér hvort lyklabörnin þurfi ekki að koma með kombakk til að bjarga okkur öllum frá glötun. Þóra upplýsir svo um hvers konar lúgusjoppufæði teljist strangheiðarlegt á Húsavík og hvernig henni líði eftir að hafa innbyrt það. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.

 Tvíhöfði: Íslendingar biðja ríkisstjórnina afsökunar | File Type: audio/mpeg | Duration: 15:39

Tvíhöfði veltir fyrir sér hinni hrikalegu umræðuhefð á Íslandi þessa vikuna eftir að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist vonsvikinn með umræðuna. Þeir félagar opna fyrir símann í dag og hjálpa þjóðinni að líta sér nær og hugsa sinn gang. Fróðlegt er að heyra hvað fólk týnir til sem ástæður, og enn fróðlegra að heyra hvort þjóðin geti fyrirgefið.   Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði á Twitter.

 ÞUKL: Fremsta víglína framþróunar | File Type: audio/mpeg | Duration: 32:14

Þriðji og síðasti þátturinn í þríleiknum um helstu aðaláhugamálin er um kappakstur; aðallega Formúlu 1 þar sem þátttakendur hafa alltaf stært sig af því að vera snjallastir og bestir. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja kappaksturinn vera fremstu víglínuna í framþróun bifreiða og ökutækja. En Formúla 1 er ekki öll þar sem hún er séð, eins og rakið er í þætti um kúl hluti þessa vikuna. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.

 H&K: Of seint í rassinn gripið hjá Hönnu Birnu | File Type: audio/mpeg | Duration: 24:14

Nýr þáttur af Hvítvíni og kommúnisma, í umsjón Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Freys Rögnvaldssonar, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Aðdáendur þáttarins eru beðnir velvirðingar á töfum við birtingu á þætti dagsins, sem rekja má til veikinda. Í þættinum takast Áslaug Arna og Freyr á um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sem Áslaug segir að hafi verið rétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu, en Frey finnst hins vegar að afsögnin hefði átt að vera komin fram fyrir löngu síðan. Þá ræðir tvíeykið fyrirhugaða komu dólgsins Julien Blanc til landsins, sem þeim finnst fráleitt að banna að koma til Íslands, og sérstök kvennalán Byggðastofnunar sem þau hafa vægast sagt ólíkar skoðanir á. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #hogk á Twitter.

 Kvikan: Tæknibylting sem er að breyta öllu | File Type: audio/mpeg | Duration: 22:56

Við lifum á tímum tæknibyltingar sem er að breyta öllu þegar kemur að fjölmiðlum, auglýsingageiranum og markaðsstarfi fyrirtækja. Erfitt er að segja hvernig þessi mál munu þróast á endanum, en það eru mikil tækifæri sem felast í samfélagsmiðlavæðingunni og dýpkun áhrifa internetsins á allt markaðsstarf og fjölmiðlun. Þetta segir Andrés Jónsson, almannatengill, markaðsmaður og frumkvöðull, en hann er gestur Kvikunnar, vikulegs hlaðvarps um efnahagsmál og viðskipti, í hlaðvarpi Kjarnans. Hann ræðir einnig um breytingar í atvinnulífinu og starfsmannamálum sem meðal annars tengjast þessum breytingum. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.

 Pabbi þarf að keyra: Góð ráð dýr þegar gistingin í Þýskalandi klikkaði | File Type: audio/mpeg | Duration: 11:50

Þriðji þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þar færir Guðmundur Pálsson, fjölmiðlamaður og Baggalútur, ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum á fjölskyldubílnum, sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið. Ferðasaga Gumma Páls og fjölskyldu heldur áfram í Hlaðvarpi Kjarnans kl. 13:00 í dag. #PabbiÞarfAðKeyra A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Nov 11, 2014 at 2:41am PST Í nýjasta þættinum segir Gummi Páls frá því hvernig ferðaplan fjölskyldunnar var sett úr skorðum, þegar gisting sem fjölskyldan hafði pantað í Þýskalandi brást. Þá voru góð ráð dýr, og hægara sagt en gert að tjónka við þýskarann. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra á Twitter.

 Tæknivarpið: Er Spotify gott fyrir tónlistarfólk? | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:05:58

Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Andri Valur sjá um Tæknivarpið þessa vikuna. Sértakur gestur þeirra er Guðný Lára Thorarensen sem mætir til að ræða áhrif Spotify á tónlistarmarkaðinn. Þá er farið yfir ítarlegri upplýsingar um Apple Watch, Nokia N1 Android-spjaldtölvuna og áherslubreytingar í tækjaframleiðslu Samsung. Það eru 4 milljónir af lögum á Spotify sem hafa aldrei verið spiluð. Þú getur hlustað á þau hér: http://t.co/kZkEs8lgSE — Simon.is (@simon_is) November 19, 2014 Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.

 Hismið: Gríðarlega mikilvægt að tileinka sér rétta „nikkið“ | File Type: audio/mpeg | Duration: 49:51

Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Haukur Viðar Alfreðsson, hugmynda- og textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg, er gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í þætti vikunnar. Þremenningarnir ræða helstu málefni líðandi stundar, og dásama meðal annars mikilvægi „nikksins“ svokallaða. Þá heldur leitin að heiðarlegasta hádegismatnum áfram, og Aromati og Tabasco sósunni bregður fyrir í spjalli þríeyksins. Svo ræða þeir vandræðalegu augnablikin þegar maður mætir einhverjum frægum og finnst að maður eigi að heilsa þeim. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.

Comments

Login or signup comment.