Pabbi þarf að keyra: Sjálfskipaðir stöðumælaverðir




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Níundi þátturinn af ferðasögunni Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Eins og dyggir lesendur Kjarnans vita auðvitað mætavel, þá heldur fjölmiðlamaðurinn og Baggalúturinn Guðmundur Pálsson úti vikulegum hlaðvarpsþáttum þar sem hann færir til heimilda viðburðaríka ferðasögu fjölskyldunnar um Evrópu. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og börnum á fjölskyldubílnum, en Vesturbæjarfjölskyldan reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem standa á í tæpt ár. Minnum á nýjasta þáttinn í ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu klukkan 13:00 í Hlaðvarpi Kjarnans í dag. #PabbiÞarfAðKeyra (https://instagram.com/p/xWW46LD0li/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jan 1, 2015 at 3:08am PST Í nýjasta þættinum segir Gummi frá heimsókn fjölskyldunnar til Pompei, og sjálfskipuðum stöðumælavörðum sem eru víst á hverju strái á Ítalíu. „Stöðumælaverðirnir“ bjóða yfirráðamönnum ökutækja upp á sérstaka vernd gegn vægu gjaldi, svo ekkert komi nú fyrir bíl þeirra á meðan hann er geymdur í stæði. Þá gildir einu hvort ökumenn greiða í þar til gerðan stöðumæli. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.