Kvikan: Ár rússíbanareiðar í efnahagsmálum að baki




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Í áramótaþætti Kvikunnar er árið gert upp og stóra myndin í gangi efnahagsmála skoðuð. Á enda er nú tíðindamikið ár þar sem gangi mála má líkja við rússíbanareið. Ein stærsta frétt ársins eru stór skref sem stigin voru á árinu í átt að afnámi eða rýmkum fjármagnshafta. Þá koma rannsóknarnefndir, fjárfestingaleiðin, batamerki og pólitísk átök líka við sögu. Umsjónarmenn þáttarins eru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Magnús Halldórsson. Kvikan óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og farsældar á nýju ári! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?f=realtime&src=hash) á Twitter.