Pabbi þarf að keyra: Íslenskt jólahald á Sikiley




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Áttundi þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans, en þáttur vikunnar er í jólafötunum eins og gefur að skilja. Eins og dyggir lesendur Kjarnans vita auðvitað mætavel, þá heldur fjölmiðlamaðurinn og Baggalúturinn Guðmundur Pálsson úti vikulegum hlaðvarpsþáttum þar sem hann færir til heimilda viðburðaríka ferðasögu fjölskyldunnar um Evrópu. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og börnum, en Vesturbæjarfjölskyldan reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem standa á í tæpt ár. Í nýjasta þættinum segir Gummi frá jólahaldi fjölskyldunnar á Sikiley, og skemmtilegum hefðum eyjaskeggja í tengslum við jólahátíðina sem fjölskyldan hefur heldur betur ekki farið varhluta af. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.