Hismið: Framsóknarmenn sólgnir í svínakjöt




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: „Erkiframsóknarmaðurinn vill lamb, það er einmitt það sem maður hélt,“ segir Grétar Theodórsson, annar stjórnenda Hismisins, um nýja lífsstílskönnun sem sýnir fram á að framsóknarmenn vilji hamborgarhrygg í jólamatinn. Gestur Grétars og Árna Helgasonar í Hismi vikunnar er Sigurður Hilmarsson lögmaður. Í þættinum er einnig farið yfir grein Árna um almennar hversdagsreglur. Þar er fjallað um grundvallarreglur í samskiptum fólks. Hvor hringir til baka þegar símtal slitnar? Hver á áfengið sem skilið er eftir í veislum? Má henda rusli á gólfið í bíó? „Þetta er svona tilraun til að setja reglur fyrir fólk,“ segir Árni. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.