Farið yfir 12. útgáfu Kjarnans




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, segir frá efni 12. útgáfu sem kom út í dag 7. nóvember. Þar reifaði hann forsíðuumfjöllunina um breytingar á skipulagi við Laugaveg undanfarin ár, Burlington vogunarsjóðinn og topp fimm verstu byggingaákvarðanirnar á Íslandi. Þá er rætt um afstöðu borgaryfirvalda til stækkunar Laugardalsvallar en nú er ljóst að borgin telur ríkissjóð eiga að sjá um fjármögnun á þjóðarleikvöngum. Vandinn er hins vegar að aðeins einn þjóðarleikvangur er formlega skilgreindur sem slíkur, það er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Munurinn á útgáfum Kjarnans í iPad og í PDF er ræddur en undanfarið hefur verið lögð áhersla á að fjölga gagnvirkum lausnum í efnisframsetningunni.