Hismið: Var Nelson Mandela selfie-maður?




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu er Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fréttamaður á RÚV. Þau ræða aðventuna og hvernig Björg hefur fengið vini sína til að skaffa sér smákökur fyrir jólin. „Ég var að reyna finna upp leið til að fá vini mína sem eru góðir að baka, til að koma með smákökur heim til mín á aðventunni. Nú, hvernig gerir maður það? Maður efnir til keppni á meðal vina sinna,“ segir Björg um stóra planið. Þá ræða þau um táknmálstúlkinn sem bullaði bara þegar helstu leiðtogar heims fluttu erindi á minningarathöfn um Nelson Mandela í Jóhannesarborg á dögunum. Sjálfsmyndir Helle Thorning-Schmidt, David Cameron og Barack Obama fá einnig umræðu. Björg veltir fyrir sér hvort það hafi verið til þess að gera lítið úr Mandela: „Maður spyr sig hvort Nelson Mandela hafi verið þessi „selfie-maður“?“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.