Hismið – 1. þáttur




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Hismið er hlaðvarp á vegum Kjarnans sem tveir reglulegir pistlahöfundar í Kjarnanum, Grétar Theodórsson og Árni Helgason, halda úti auk góðra gesta hverju sinni. Hismið birtist reglulega hér á vef Kjarnans. Í fyrsta þætti 1. Hin fullkomna afsökunarbeiðni Þegar menn/fyrirtæki/félagasamtök gera mistök eða láta einhver fráleit ummæli falla þarf að reyna að bæta úr með yfirlýsingu eða afsökunarbeiðni sem lokar málinu. Það tekst þó ekki alltaf. 2. KSÍ og almannatengslin Forystumenn KSÍ hafa að undanförnu farið í gegnum ýmsa brimskafla og við fáum Andrés Jónsson til að fara yfir það með okkur hvernig til hefur tekist með almannatengsl og samskipti við fjölmiðla. 3. Skrúfað fyrir stuttu lánin? Ný lög um neytendalán tóku gildi í byrjun nóvember. Nokkuð stór hópur mun eiga erfiðara með að útvega sér skammtímalán. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Vertu áskrifandi af hlaðvarpinu með því að smella hér.