Hismið: Grínistar með líf pólitíkusa í höndunum




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Árni Helgason og Grétar Theodórsson fara yfir fréttir vikunnar í Hisminu. Í þetta skiptið er grínistinn Ari Eldjárn í heimsókn og ræðir við þá Hismismenn um pakkapítsur, stóru fréttahelgina þegar gögn frá Vodafone láku og skuldaniðurfellingar voru kynntar. Þá fara þeir yfir eftirhermur í nútímanum. Ari hefur til að mynda hermt eftir Davíð Oddsyni og fleiri þjóðþekktum einstaklingum. Eftirherma hans af Bubba Morthens er til dæmis bráðfyndin. „Ég held það hjálpi manni tvímælalaust að hafa sterka eftirhermu til að leika mann,“ segir Ari og nefnir Davíð Oddsson og vel heppnaða eftirhermu Arnar Árnasonar sem dæmi og hversu valdsmannsleg eftirherman er. „Ég held að Hannes Óli sé að fara að tryggja [Sigmund Davíð] ... Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hafi lent í svolítilli krísu því Karl Ágúst er að leika hana og þau eru bara ekki nógu lík.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.