Pabbi þarf að keyra: Var næstum búinn að kasta upp yfir börnin




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Fjórði þátturinn af Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þar færir Guðmundur Pálsson, fjölmiðlamaður og Baggalútur, ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi Páls ferðast nú um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum á fjölskyldubílnum, sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið. Þessi sex manna fjölskylda í Vesturbænum reif sig upp fyrir skemmstu og hélt í ferðalag sem á að standa í tæpt ár. Minnum á framhald ferðasögu Gumma Páls Baggalúts og fjölskyldu, í Hlaðvarpi Kjarnans kl. 13:00. #PabbiÞarfAðKeyra A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Nov 11, 2014 at 3:06am PST Fjölskyldan hefur til þessa lagt 6.500 kílómetra að baki, og dvelur nú á Ítalíu. Í nýjasta þættinum rifjar Gummi Páls upp endurkynni fjölskyldunnar við skemmtigarðinn Fantasíaland, en í síðustu heimsókn í garðinn var Gummi Páls hársbreidd frá því að kasta upp yfir börnin sín, þar sem þau sátu í svarta myrkri í „musteri næturfálkans.“ Þá segir Gummi Páls frá viðkynnum sínum við óværu sem beit hann í ökklann og skildi höfuð sitt eftir, sem ekki sér fyrir endann á. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra á Twitter.