H&K: Of seint í rassinn gripið hjá Hönnu Birnu




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Nýr þáttur af Hvítvíni og kommúnisma, í umsjón Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Freys Rögnvaldssonar, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Aðdáendur þáttarins eru beðnir velvirðingar á töfum við birtingu á þætti dagsins, sem rekja má til veikinda. Í þættinum takast Áslaug Arna og Freyr á um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sem Áslaug segir að hafi verið rétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu, en Frey finnst hins vegar að afsögnin hefði átt að vera komin fram fyrir löngu síðan. Þá ræðir tvíeykið fyrirhugaða komu dólgsins Julien Blanc til landsins, sem þeim finnst fráleitt að banna að koma til Íslands, og sérstök kvennalán Byggðastofnunar sem þau hafa vægast sagt ólíkar skoðanir á. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #hogk á Twitter.