„Óþægilegt þegar maður heyrði ekki í konunni í Palestínu í nokkra daga“




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi í Maus eins og flestir þekkja hann, fluttist búferlum ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar síðasta sumar. Þar settust Biggi og eiginkona hans Kolbrún Magnea Kristjánsdótttir á skólabekk, þar sem hann nemur sálfræði og hún mannfræði. Lítið hefur heyrst frá Bigga frá því að hann flutti af landi brott skömmu eftir að kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd. Velgengni Vonarstrætis er flestum kunn, en Biggi skrifaði handritið að kvikmyndinni ásamt leikstjóranum Baldvini Z. Kjarninn hitti Bigga í Enghave garðinum í Kaupmannahöfn á dögunum og tók hann spjalli. Þar ræðir hann opinskátt um listina, lífið og ástina, en eiginkona hans hefur dvalist í hartnær þrjá mánuði í Palestínu við rannsóknarstörf þar sem hún hefur komist í hann krappann og verið í lífshættulegum aðstæðum. Á meðan hafa Biggi og dóttir hans, Kolbrá Kría, beðið óþreyjufull. Þá ræðir Biggi fleiri kvikmyndahandrit sem eru í bígerð, nýja plötu sem er væntanleg úr smiðju hans innan skamms undir nafninu Bigital, sem hann vann nær einvörðungu sjálfur að öllu leyti, sem og „ástandið“ á Íslandi séð úr fjarlægð. Heyrn er sögu ríkari. Hlustaðu á viðtalið, og nýtt lag með Bigital, í spilaranum hér að ofan.