Kjarninn – Hlaðvarp show

Kjarninn – Hlaðvarp

Summary: Í Hlaðvarpi Kjarnans eru þegar á dagskrá þrír þættir. Þáttur um kúl hluti fer í loftið á þriðjudögum, hið sívinsæla Hismi er á fimmtudögum og Kvikan, þáttur um viðskipti og efnahagsmál, er á dagskrá á föstudögum. Nánari upplýsingar á kjarninn.is.

Join Now to Subscribe to this Podcast

Podcasts:

 „Við erum ekki eins, og verðum aldrei söm aftur eftir ferðalagið“ | File Type: audio/mpeg | Duration: 12:03

Jæja, kæru hálsar. Þá er stundin runnin upp, lokaþátturinn í ferðasögunni Pabbi þarf að keyra, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þátturinn er númer 35 í röðinni, en í undanförnum 34 þáttum hefur Guðmundur Pálsson, Baggalútur og fjölmiðlamaður, fært ferðasögu hans og fjölskyldunnar um Evrópu (og Egyptaland) samviskusamlega til heimilda. Minnum á lokaþáttinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra sem fer í loftið í Hlaðvarpi Kjarnans klukkan 11:00 í dag. (https://instagram.com/p/4_Ukchj0qW/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jul 11, 2015 at 1:36am PDT Í síðasta þættinum gerir Gummi Páls ferðalag fjölskyldunnar upp, sem varði 234 daga. Á tímabilinu ferðaðist fjölskyldan um 23.000 kílómetra á fjölskyldubílnum, sem hún flutti með sér yfir á meginland Evrópu úr Vesturbæ Reykjavíkur, og heimsótti sautján lönd. https://vimeo.com/133213875 Gummi segir að hugarfar fjölskyldunnar hafi breyst eftir ferðalagið, og hún verði aldrei söm aftur. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.

 „Árás morðóðu býflugnanna“ – ógnvekjandi myndband | File Type: audio/mpeg | Duration: 11:35

Takið eftir, takið eftir! Nú er 34. þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þáttunum hefur Baggalúturinn og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Pálsson fært ferðasögu hans og fjölskyldunnar um Evrópu (og Egyptaland) til heimilda síðastliðna átta mánuði. Gummi Páls og fjölskylda eru nú komin aftur heim til Íslands eftir að hafa ferðast um þjóðvegi álfunnar á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið úr Vesturbæ Reykjavíkur. Nýjasti þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni er æsispennandi, svo ekki sé meira sagt. Þar segir Gummi Páls frá því þegar franskur herragarður, sem fjölskyldan hafði tekið á leigu, fylltist af brjáluðum býflugum eftir að reynt hafði verið að eitra fyrir þeim. Minnum á nýjan æsispennandi þátt í ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu í Hlaðvarpi Kjarnans. #PabbiÞarfAðKeyra (https://instagram.com/p/4tlKnfD0mK/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jul 4, 2015 at 4:15am PDT Á myndinni hér að ofan sést hvar slökkviliðsmenn spúa býflugnaeitri ofan í skorsteininn á franska herragerðinum. Svo mikill varð atgangur býflugnanna að fjölskyldan neyddist til að flýja úr húsinu. Hér að neðan má sjá myndband sem Gummi tók þegar best lét. https://vimeo.com/132592053 Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.  

 Lemúrinn: Syndsamlegasta máltíð heims: Dultittlingur | File Type: audio/mpeg | Duration: 15:10

Lemúrinn fjallar um matháka sem fela sig undir munnþurrku til að forðast fordæmingu guðs. Ortolan eða dultittlingur er gjarnan talin syndsamlegasta máltíð heims en veiðar á þessum smáfugli hafa verið bannaðar víðast hvar. Frakkar voru löngum stórtækir í áti á dultittlingum en eldun á honum er sérlega grimmileg. Fyrst þarf að handsama fuglinn lifandi. Eftir það er hann geymdur í myrku búri til þess að rugla hann. Í myrkrinu borðar hann stanslaust.  Þegar dultittlingurinn er orðinn hæfilega stór til neyslu fær hann heldur ljótan dauðdaga. Honum er drekkt í glasi af gómsætu brandýi. Umsjónarmaður er Kristófer Eggertsson. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Lestu svo um meira forvitnilegt á Lemúrinn.is (http://lemurinn.is/).

 Fáránleg ákvörðun að loka moskunni í Feneyjum | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:42

Hvorki meira né minna en 33. þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Guðmundur Pálsson, Baggalútur og fjölmiðlamaður, kemur sterkur inn eftir að hafa tekið sér frí í síðustu viku til að mála íbúðina sína í Vesturbæ Reykjavíkur. Í þáttunum hefur Gummi Páls fært ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi hefur síðatliðna átta mánuði eða svo, ferðast um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið úr Vesturbæ Reykjavíkur. Gummi páls snýr aftur í Hlaðvarpi Kjarnans. #pabbiþarfaðkeyra (https://instagram.com/p/4bj2ryj0tY/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jun 27, 2015 at 4:17am PDT Í nýjasta þættinum fjallar Gummi um ferð fjölskyldunnar til Feneyja og heimsókn í moskuna umdeildu sem vakti mikla athygli. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.

 „Óþægilegt þegar maður heyrði ekki í konunni í Palestínu í nokkra daga“ | File Type: audio/mpeg | Duration: 26:44

Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi í Maus eins og flestir þekkja hann, fluttist búferlum ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar síðasta sumar. Þar settust Biggi og eiginkona hans Kolbrún Magnea Kristjánsdótttir á skólabekk, þar sem hann nemur sálfræði og hún mannfræði. Lítið hefur heyrst frá Bigga frá því að hann flutti af landi brott skömmu eftir að kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd. Velgengni Vonarstrætis er flestum kunn, en Biggi skrifaði handritið að kvikmyndinni ásamt leikstjóranum Baldvini Z. Kjarninn hitti Bigga í Enghave garðinum í Kaupmannahöfn á dögunum og tók hann spjalli. Þar ræðir hann opinskátt um listina, lífið og ástina, en eiginkona hans hefur dvalist í hartnær þrjá mánuði í Palestínu við rannsóknarstörf þar sem hún hefur komist í hann krappann og verið í lífshættulegum aðstæðum. Á meðan hafa Biggi og dóttir hans, Kolbrá Kría, beðið óþreyjufull. Þá ræðir Biggi fleiri kvikmyndahandrit sem eru í bígerð, nýja plötu sem er væntanleg úr smiðju hans innan skamms undir nafninu Bigital, sem hann vann nær einvörðungu sjálfur að öllu leyti, sem og „ástandið“ á Íslandi séð úr fjarlægð. Heyrn er sögu ríkari. Hlustaðu á viðtalið, og nýtt lag með Bigital, í spilaranum hér að ofan.

 Lemúrinn: Hefðarmaður í blakkáti á Íslandi og hélt að lundi væri kanína | File Type: audio/mpeg | Duration: 24:45

Reykjavík er í dag þekktur áfangastaður veisluglaðra ferðamanna. Erfitt er að meta hvenær höfuðborgin varð fræg djammborg. Það var þó löngu eftir þá daga þegar breskir hefðarmenn sigldu til Íslands á miðri nítjándu öld til að kynna sér náttúru landsins og þjóðmenningu. Lemúrinn segir söguna af Dufferin lávarði sem lenti á blindafylleríi með æðsta leiðtoga Íslands og fór svo á flakk í Kollafirði. Þar fann hann „kanínur“ í þoku ölvunarinnar. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Lestu svo um meira forvitnilegt á Lemúrinn.is (http://lemurinn.is/).

 Lemúrinn: Klæðskipti, konur í buxum og reykvískir sebrahestar | File Type: audio/mpeg | Duration: 23:12

Í þetta sinn skoðar Lemúrinn ólíkar birtingarmyndir kynjanna. Við ferðumst með útlenskum ungum konum sem bjuggu í Reykjavík fyrir hundrað árum og klæddust buxum, sem í þá daga þótti hneykslunarvert. Lemúrinn skoðar líka klæðskipti á öldum áður, en transvestismi á sér mun lengri sögu en flestir halda. Umsjónarmenn þáttarins eru eru Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Lestu svo um meira forvitnilegt á Lemúrinn.is (http://lemurinn.is/).

 Fjölskyldan búin að kaupa flugmiða heim | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:34

Jæja, fer þetta ekki að verða búið?! Nei, ekki aldeilis því 32. þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í þáttaröðinni færir Baggalúturinn og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Pálsson ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi hefur síðatliðna átta mánuði eða svo, ferðast um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið úr Vesturbæ Reykjavíkur. Ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu verður framhaldið í Hlaðvarpi Kjarnans í dag kl. 11:30. #PabbiÞarfAðKeyra (https://instagram.com/p/33dlHPD0lF/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jun 13, 2015 at 3:50am PDT Í nýjasta þættinum segir Gummi frá komu fjölskyldunnar til Vínarborgar í Austurríki sem og ferðalagi hennar til landanna þar í kring. Þá bregður sömuleiðis til tíðinda, því fjölskyldan er á leið heim til Íslands á næstu dögum, eftir viðburðaríkt átta mánaða ferðalag um Evrópu (og til Egyptalands). Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.

 Tæknivarpið: Ný stýrikerfi fyrir OSX, iOS og Apple Watch | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:06:54

Tæknivarpið fjallar um Apple Worldwide Developers Conference (WWDC) í þætti dagsins. Þar bar hæst nýtt stýrikerfi sem heitir OSX El Capitan, iOS 9 fyrir snjalltæki og Apple Watch OS 2. Einnig var tónlistarstreymisþjónustan Apple Music kynnt til sögunar en hún mun svipa til Spotify og Tónlist.is. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Andri Valur Ívarsson Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter (https://twitter.com/simon_is), Facebook (https://www.facebook.com/simonpunkturis) og á Simon.is (http://simon.is/).

 Lemúrinn: „Svínastían“ og maðurinn sem seldi lík sitt | File Type: audio/mpeg | Duration: 30:09

Lemúrinn heimsækir Svínastíuna, helstu krá Reykjavíkur í lok nítjándu aldar, sem var ekki mjög geðslegur staður. Einn fastagesta þar seldi læknanemum líkið af sér. Hann fékk borgað fyrirfram og drakk fyrir andvirði skrokksins á sér á Svínastíunni. Læknanemar þurftu nauðsynlega á líkum að halda fyrir krufningar, því erfitt var að þekkja líkamann nema með því að skera hann í sundur og skoða hann þannig hátt og lágt. Vesenið var að fá lík voru á lausu og því gat þessi fastagestur Svínastíunnar komið sínu líki í hátt verð. Eitt sinn barst sú fregn að hann væri dauður og læknanemar hlupu af stað til að ná í líkið. En þá var maðurinn bara áfengisdauður. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Lestu svo um meira forvitnilegt á Lemúrinn.is (http://lemurinn.is/).

 Skrýtin tilhugsun að vera að fara snúa bráðlega aftur heim til Íslands | File Type: audio/mpeg | Duration: 10:42

Skrýtin tilhugsun að vera að fara snúa bráðlega aftur heim til Íslands

 Tæknivarpið: Öryggismálin tekin í gegn í nýju Android | File Type: audio/mpeg | Duration: 1:03:56

Tæknivarpið: Öryggismálin tekin í gegn í nýju Android

 Lemúrinn: Kólumbíska morðkærastan og svikulasti biskup Íslands | File Type: audio/mpeg | Duration: 40:28

Lemúrinn: Kólumbíska morðkærastan og svikulasti biskup Íslands

 Akfeitir miðaldra karlar ganga í barndóm í leiktækjum Disneyland | File Type: audio/mpeg | Duration: 12:22

Akfeitir miðaldra karlar ganga í barndóm í leiktækjum Disneyland

 Tæknivarpið: Apple treystir sér ekki til að gera vel við | File Type: audio/mpeg | Duration: 48:36

Tæknivarpið: Apple treystir sér ekki til að gera vel við

Comments

Login or signup comment.