Fáránleg ákvörðun að loka moskunni í Feneyjum




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Hvorki meira né minna en 33. þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Guðmundur Pálsson, Baggalútur og fjölmiðlamaður, kemur sterkur inn eftir að hafa tekið sér frí í síðustu viku til að mála íbúðina sína í Vesturbæ Reykjavíkur. Í þáttunum hefur Gummi Páls fært ferðalag hans og fjölskyldunnar um Evrópu til heimilda. Gummi hefur síðatliðna átta mánuði eða svo, ferðast um þjóðvegi álfunnar ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið úr Vesturbæ Reykjavíkur. Gummi páls snýr aftur í Hlaðvarpi Kjarnans. #pabbiþarfaðkeyra (https://instagram.com/p/4bj2ryj0tY/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jun 27, 2015 at 4:17am PDT Í nýjasta þættinum fjallar Gummi um ferð fjölskyldunnar til Feneyja og heimsókn í moskuna umdeildu sem vakti mikla athygli. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.