„Árás morðóðu býflugnanna“ – ógnvekjandi myndband




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Takið eftir, takið eftir! Nú er 34. þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þáttunum hefur Baggalúturinn og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Pálsson fært ferðasögu hans og fjölskyldunnar um Evrópu (og Egyptaland) til heimilda síðastliðna átta mánuði. Gummi Páls og fjölskylda eru nú komin aftur heim til Íslands eftir að hafa ferðast um þjóðvegi álfunnar á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið úr Vesturbæ Reykjavíkur. Nýjasti þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni er æsispennandi, svo ekki sé meira sagt. Þar segir Gummi Páls frá því þegar franskur herragarður, sem fjölskyldan hafði tekið á leigu, fylltist af brjáluðum býflugum eftir að reynt hafði verið að eitra fyrir þeim. Minnum á nýjan æsispennandi þátt í ferðasögu Gumma Páls og fjölskyldu í Hlaðvarpi Kjarnans. #PabbiÞarfAðKeyra (https://instagram.com/p/4tlKnfD0mK/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jul 4, 2015 at 4:15am PDT Á myndinni hér að ofan sést hvar slökkviliðsmenn spúa býflugnaeitri ofan í skorsteininn á franska herragerðinum. Svo mikill varð atgangur býflugnanna að fjölskyldan neyddist til að flýja úr húsinu. Hér að neðan má sjá myndband sem Gummi tók þegar best lét. https://vimeo.com/132592053 Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.