„Við erum ekki eins, og verðum aldrei söm aftur eftir ferðalagið“




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Jæja, kæru hálsar. Þá er stundin runnin upp, lokaþátturinn í ferðasögunni Pabbi þarf að keyra, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Þátturinn er númer 35 í röðinni, en í undanförnum 34 þáttum hefur Guðmundur Pálsson, Baggalútur og fjölmiðlamaður, fært ferðasögu hans og fjölskyldunnar um Evrópu (og Egyptaland) samviskusamlega til heimilda. Minnum á lokaþáttinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra sem fer í loftið í Hlaðvarpi Kjarnans klukkan 11:00 í dag. (https://instagram.com/p/4_Ukchj0qW/) A photo posted by Kjarninn (@kjarninn) on Jul 11, 2015 at 1:36am PDT Í síðasta þættinum gerir Gummi Páls ferðalag fjölskyldunnar upp, sem varði 234 daga. Á tímabilinu ferðaðist fjölskyldan um 23.000 kílómetra á fjölskyldubílnum, sem hún flutti með sér yfir á meginland Evrópu úr Vesturbæ Reykjavíkur, og heimsótti sautján lönd. https://vimeo.com/133213875 Gummi segir að hugarfar fjölskyldunnar hafi breyst eftir ferðalagið, og hún verði aldrei söm aftur. Heyrn er sögu ríkari! Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Taktu þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #PabbiÞarfAðKeyra (https://twitter.com/hashtag/Pabbi%C3%9EarfA%C3%B0Keyra?src=hash) á Twitter.