ÞUKL: Baráttan við náttúruna er hrikalegust




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Björgunarsveitirnar á Íslandi fara út í hvaða veður sem er og reyna að koma fólki til hjálpar. Starf í björgunarsveitum er alltaf sjálfboðaliðastarf og óeigingjarnt í eðli sínu. Þáttur um kúl hluti er helgaður björgunarsveitunum þessa vikuna enda um gríðarlega aðdáunarverðan og kúl hlut að ræða. Gestur þáttarins er Kristinn Arnar Guðjónsson, kennari og björgunarsveitarmaður í björgunarsvetinni Ársæli í Reykjavík. Hann segir okkur af hrikalegri baráttu við náttúruöflin og hvað það er sem dregur fólk í björgunarstarfið. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi (http://hrefshare.com/33b8) og notið merkið #ÞUKL (https://twitter.com/search?q=%23%C3%BEukl&src=typd) til að mæla með töff hlutum.