Tvíhöfði: Glaður að fá ekki gyllinæð í skóinn




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Tvíhöfði opnaði fyrir símann í dag og leyfði hlustendum að segja sínar sögur. Að venju glóuðu allar línur. Hlustendur höfðu helst áhyggjur af því hvað jólin eru stutt, gyllinæð, týndum ostaskerum og jólagjöfum frá konunni. Einn hlustandi segist halda löng jól enda mikið jólabarn. „Ég byrja jólin alltaf 24. október. Þá skreyti ég jólatréið og ég tek það ekkert niður fyrr en 17. júní. Og svo er ég með litlu jólin á sumrin.“ Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um Tvíhöfða með því að nota #Tvíhöfði (https://twitter.com/hashtag/Tv%C3%ADh%C3%B6f%C3%B0i?src=hash) á Twitter.