Hismið: Snapchat frá Guðna Ágústssyni gæti slegið í gegn




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Í Hisminu í dag leituðu þeir Árni Helgason og Grétar Theodórsson ekki langt yfir skammt heldur fengu til sín nýráðinn aðstoðarritstjóra Kjarnans, Þórunni Elísabetu Bogadóttur. Þau fóru um víðan völl og ræddu t.d. um hryðjuverkaárásirnar í París og viðbrögðin við þeim, ekki síst hjá Sigmundi Davíð og Ásmundi Friðrikssyni. Meðal annars sem þau ræddu voru sjónarmið sjötugra og fundur Guðna Ágústssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar í vikunni. Þeir ræddu um snjallsíma, og voru allir sammála um að Guðni Ágústsson gæti orðið stjarna á internetinu. Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter (https://twitter.com/hismid_hladvarp).