Vannýtt dauðafæri




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Ægir Þór Eysteinsson blaða­maður og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræða skóla- og dagvistunarmál og áherslur framboðanna í þeim efnum fyrir komandi sveitastjórnarkosningar 31. maí næstkomandi. Framboðin virðast heldur hugmyndasnauð varðandi ófremdarástandið sem ríkir í dagvistunarmálum. Þá vekur furðu að minni framboðin nýti sér ekki dauðafærið og komi fram með raunhæfar lausnir. Vinstrihreyfingin grænt framboð birti reyndar stefnuskrá sína skömmu eftir að upptökum á þættinum lauk og þar komu fram sóknaráætlanir í skóla- og dagvistunarmálum.