Hismið: Hamborgaratilboð og Guðni Ágústsson




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi og humaræta er gestur Hismisins þessa vikuna. Hún er svo prúður neytandi að hún skilaði ekki einu sinni vefjunni sinni þegar hún fann vír í henni. „Ég hef líka fengið járnsmið. Þá fór ég reyndar[...]en þá var járnsmiður bakaður ofan í brauðinu mínu. Þetta var hamborgarabrauð,“ segir Áslaug. Tilefni umræðunnar er frétt í vikunni um mjög reiðan mann sem skilaði hamborgaratilboði sem hann var óánægður með. Í þætti dagsins er margt annað til umræðu en vond hamborgaratilboð og reiðir neytendur. Þeir Árni Helgason og Grétar Theodórsson ræða meðal annars við viðmælanda sinn um Guðna Ágústsson, innanlandsflug, sódastream-tæki, nýjan hægri flokk og hvort hinn nýi sjónvarpsmarkaður Mikligarður sé snilld eða ekki. Að sjálfsögðu er líka snert á humri og hvítvíni og hvort maður megi ekki alveg segja mjög klúra brandara í einkaveislum. Að venju er lífstílshegðun Árna krufin og Grétar slengir meðal annars fram þeirri fullyrðingu að „það eru allir undir 35 ára, nema Árni Helgason, hættir að horfa á línulega dagskrá í sjónvarpi“. Árni gengst við þessu. „Ég læt bara Ara Edwald velja þetta fyrir mig.“ Hlustaðu á allan þáttinn af Hisminu í spilaranum hér að neðan.Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.