Erfiðir tímar fram undan




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Húsnæðismálin í Reykjavík eru mikið hitamál um þessar mundir. Leiguverð hefur hækkað mikið undanfarin misseri, en tæplega fjórðungur heimila á Íslandi er nú í leiguhúsnæði. Fasteignaverð hefur hækkað mikið, sérstaklega undanfarna mánuði. Hvernig getur fólk sem er að koma út á markað komið þaki yfir höfuðið? Þessi spurning brennur á tug­þúsundum kjósenda í aðdraganda sveitarstjórnar­kosninganna sem fara fram 31. maí næstkomandi.