Enginn glitz og glamúr að skemmta




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: „Líf skemmtikraftsins er kannski aðeins öðruvísi hjá mönnum sem eru ekki giftir. Þeir fara kannski meira á barinn og skemmta sér og reyna að freista gæfunnar einhvernveginn. En ég hef ekkert erindi í það, alls ekki. Þetta fer svolítið eftir því hversu trúir menn eru sínum konum.“ Sólmundur Hólm Sólmundarson, viðskiptafræðingur og skemmtikraftur, er gestur Hismisins þessa vikuna. Hann ræðir þar fordóma í garð minnihlutahópa, Gylfa Ægisson, körfubolta og margt fleira. Donald Sterling hefur verið sektaður og bannaður frá körfubolta í Bandaríkjunum. Hann er eigandi Los Angeles Clippers-liðsins en viðhafði niðrandi ummæli um blökkumenn á upptöku sem fór eins og eldur í sinu um internetið á dögunum. „Það eru allskonar skrítin komment sem falla og þau fá mikinn hljómgrunn á netinu,“ segir Sólmundur þegar hann vekur athygli á því hvernig svona ummæli fara misjafnlega ofan í fólk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sterling viðhefur rasisma í verki eða orði en Hismismönnum þykir áhugavert að upptakan núna skuli fá svo mikla athygli. Sólmundur bendir á að nú séu upplýsingarnar aðgengilegri: „Ef þú skítur á þig í dag, þá er það miklu meira vesen en það var fyrir tilkomu netsins.“ Hlustaðu á allan þáttinn af Hisminu í spilaranum hér að neðan.Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.