Kjarnauppgjörið: Oddvitaleysi tryggir fylgisaukningu




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Ritstjórn Kjarnans fer nú í fyrsta sinn yfir helstu fréttir vikunnar í nýjum hlaðvarpsþætti, Kjarnauppgjörinu. Það mun héðan í frá vera fastur liður í útgáfu Kjarnans og birtast á kjarninn.is í hádeginu á laugardögum. Í þessum fyrsta þætti fara Ægir Þór Eysteinsson, Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson yfir vandræðagang í framboðsmálum Framsóknarflokksins sem hefur skilað honum miklu meira fylgi en þegar flokkurinn hafði oddvita, kosningaspá Kjarnans, 1. maí ræður, skuldaniðurfellingar, húsnæðismál og ýmislegt fleira. Auk þess er rýnt í helstu efnistök nýjasta Kjarnans. Í þessari viku voru þau könnun Björns Gíslasonar sem sýndi meðal annars að háskólafólk hefði orðið fyrir hótunum frá valdafólki vegna þátttöku í umræðu, sátt í dómsmáli vegna sölu á fjölmiðlum út úr 365 ehf. þegar félagið var gjaldþrota,  ástandið í Úkraínu og veðrið. Stórskemmtilegt og tæpitungulaust. Hlustaðu á allan þáttinn af Kjarnauppgjörinu í spilaranum hér að neðan. Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.