B-riðill: Tvö bestu lið heims mætast í fyrsta leik




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Þeir Willum Þór Þórsson, alþingismaður og knattspyrnuþjálfari, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, eru á hliðarlínunni með Adolfi Inga Erlingssyni í öðrum þætti HM-hlaðvarps Kjarnans. Þar velta félagarnir vöngum yfir B-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, en riðilinn skipa lið Spánar, Hollands, Sjíle og Ástralíu. Þremenningarnir hlakka mikið til stórleiks Hollendinga og Spánverja, sem verður endurtekning á úrslitaleik HM fyrir fjórum árum, þegar Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Dolli, Willum og Þórður eru helst á því að risaliðin tvö séu líklegust til þess að komast upp úr B-riðli í sextán liða úrslitin. Hlustaðu á fyrsta þáttinn af Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, hér að neðan