C-riðill: Jafn og mjög erfiður riðill að ráða í




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, og Víðir Sigurðsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, eru gestir Adolfs Inga í þriðja þætti HM-hlaðvarps Kjarnans, Á hliðarlínunni. Þar spá þremenningarnir í C-riðilinn á HM, en þar eiga sæti lið Kólumbíu, Grikklands, Fílabeinsstrandarinnar og Japan. Félagarnir eru sammála um að C-riðillinn sé sá riðill á HM sem hvar erfiðast sé að spá fyrir um úrslit, liðin séu jöfn og eiginlega öll jafn líkleg til að komast áfram í sextán liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Þá segja sérfræðingarnir álit sitt á því hvaða leikmaður á HM heiti harðasta nafninu. Hlustaðu á HM-hlaðvarp Kjarnans, Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, hér að neðan.