Myndi maður taka upp Sveins Andra-lúkkið?




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Árni Helgason og Grétar Theodórsson fara yfir málefni líðandi stundar í Hisminu. Til umræðu þessa vikuna er þáttaka íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumeistaramótinu í Danmörku, útlitsleg líkindi Sveins Andra Sveinssonar lögmanns og Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og framhjáhaldsmál þjóðhöfðingja erlendis. Þá fjalla þeir einnig um pólitíkina og sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í sumar. „Hversu margir munu láta lífið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi?“ spyr Árni og rekur málið sem skók bæjarstjórn Kópavogs á dögunum þegar samþykkt var að veita háar fjárhæðir til verkefna sem virðast ekki hafa verið skoðuð ítarlega. Og um líkindi ráðherrans og lögmannsins segja þeir: „Ef þú ert ráðherra og ert að taka upp nýtt lúkk; myndir þú taka upp Sveins Andra-lúkkið?“ spyr Árni. „Maður hefur ekki tekið eftir þessu áður.“ Gunnar Bragi hafi verið með svona „nýkominn á mölina-lúkk“ en sé núna kominn með skegg og gleraugu. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.