Björn Bragi hefur sagt þá betri




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Jóhann Alfreð Kristinsson er gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu í dag. Þeir fara yfir fréttir vikunnar sem nú er að líða á léttu nótunum. Jóhann Alfreð stendur nú að uppistandi í Leikhúskjallaranum ásamt félögum sínum í Mið Ísland. Ásamt því sinnir hann veislustjórn og uppákomum á þorrablótum. „Seasonið er svolítið núna, janúar fram á vor. Þetta er svona aðal tíminn. Svo um leið og 1. júní kemur þá dettur allt í dúnalogn,“ segir Jóhann Alfreð um gríntímabilið. Þá er rætt um ummæli Björns Braga Arnarssonar í EM-stofunni á RÚV þegar hann líkti íslenska landsliðinu í handbolta við þýska nasista. Björn Bragi er sem kunnugt er í Mið Ísland hópnum. „Ég hef heyrt hann segja betri brandara,“ segir Jóhann Alferð um félaga sinn. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.