Plötufyrirtækin berjast við að aðlagast útgáfu á vefnum




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Stærstu plötufyrirtækin í heiminum í dag eru að stokka upp rekstri sínum til að geta aðlagast betur aukinni tónlistarútgáfu á vefnum. Bjarki Sigurðsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Mono Town, segir í spjalli við þá Árna Helgason og Grétar Theodórsson að nú standi yfir gríðarleg barátta stærstu útgefendanna um hylli netverja. Mono Town er ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir og sátu í þriðja sæti á vinsældalista Rásar 2 um síðustu helgi með lagið Peacemaker. Hljómsveitin fór óhefðbundnar leiðir í útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu, sem kom út á mánudaginn, því þeir ákváðu að gefa frönsku vefútgáfufyrirtæki útgáfuréttinn á vefnum. „Tímasetningin fyrir okkur, menn á fertugsaldri, að reyna að koma sér inn í poppheiminn vinnur ekki með okkur. En þetta gæti samt unnið með okkur af því að við förum þessa leið,“ segir Bjarki. Tvö lög voru gefin út fyrir jól á vef Deezer og viðtökurnar voru gríðarlega góðar. Þá fjallaði Kjarninn um útgáfuna. Síðan hefur margt gerst. „Okkur tókst að ná í tæpa milljón niðurhala á tveimur mánuðum sem þykir ansi gott, sérstaklega í ljósi þess að það veit enginn hverjir við erum.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.