Afþakkaði hamborgara til að drulla yfir atvinnulífið




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Á Texasborgurum eru nú nýir hamborgarar á matseðli og bera þeir nöfn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Magnús Ingi Magnússon, meistarakokkur á Texasborgurum, boðaði þá Sigmund og Bjarna til að vígja nýju borgarana en þeir mættu hvorugir. Sigmundur Davíð þakkaði þó kærlega fyrir boðið. Hann var á leið á viðskiptaþing að drulla yfir atvinnulífið. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur, er gestur Hismis Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar þessa vikuna. Hann ritar nú pistlaröðina „Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis“ á vefsíðu sinni. Þar fjallar hann um hvernig var að alast upp í kommúnistaríkinu Póllandi. „Þegar ég ber upp sumar af þessum minningum við foreldra mína þá vilja þau meina að þetta sé ekki sami sannleikur og þau muna,“ segir Pawel. „En ég skrifa allavega það sem ég man og það er gaman að koma því frá sér. En það er samt gaman að búa að þessu og ég held að þetta muni skilgreinina mig dálítið mikið. Hefði amma mín til dæmis skrifað svona pistlaröð hefði hún heitið „Átta ára undir stjórn Hitlers“. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.