Sigmundur Davíð þriðji kynþokkafyllsti maðurinn




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: „Ég var að fletta honum [Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni] upp um daginn á Tímarit.is. Honum einfaldlega bregður ekki fyrir á tíunda áratugnum. Hann var hreinlega ekki til,“ segir Konráð Jónsson, lögmaður og sérlegur „auka-lækari“, um það þegar hann rifjaði upp að Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn Baldursson hafi verið samstarfsmenn í Kastljósinu fyrir um áratug. Konráð er gestur Hismisins hjá Árna Helgasyni og Grétari Theodórssyni í dag. „Árið 2004 er hann kominn í Kastljósið og haldið þið ekki að hann sé þriðji kynþokkafyllsti maður landsins!“ Þeir Árni, Grétar og Konráð fara yfir helstu mál líðandi stundar í þættinum. Konráð skrifar ekki aðeins reglulega pistla í Kjarnann heldur hefur hann vakið athygli fyrir að vera eini Íslendingurinn sem getur smellt tveimur lækum á Facebook-færslur. „Ég var kominn í þá aðstöðu að vera búinn að gengisfella lækin mín á Facebook. Ég læka eiginlega flest komment sem ég fæ á statusana mína og er mjög gjarn á að læka Facebook-færslur,“ segir Konráð Jónsson, lögmaður og sérlegur „auka-lækari“. Hann er gestur Hismisins hjá Árna Helgasyni og Grétari Theodórssyni í í dag. „Eina lausnin á þessu vandamáli var að stofna annan Facebook-reikning, sem myndi heita Konráð Jónsson Aukalæk. Það er kannski einu sinni í viku sem ég spæsi aukalæki á færslur.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.