„Ísland not got þýðendur“




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Íslenskt raunveruleikasjónvarp er ekki að virka. Þetta er niðurstaða þeirra Árna Helgasonar, Grétars Theodórssonar og gestar þeirra í Hisminu, Ara Eldjárn. „Þetta er of krúttlegt,“ segir Árni og bætir svo við að þær aðstæður munu varla koma upp að Rikka gagnrýni rétt keppenda í matreiðslukeppni svo harðlega að viðkomandi fái aldrei vinnu á ný. Ari sér hins vegar annað athugavert við íslenska raunveruleikaþætti því þeir hafa allir erlend nöfn í bland við íslensk. Tveir þættir sem eru vinsælir núna heita „Ísland got talent“ og „Biggest Looser Ísland“. „Þeir heita báðir nöfnum sem eru tvö orð á ensku og svo Ísland á íslensku,“ segir Ari og Árni tekur í sama streng og kallar þetta íslenskulegt hryðjuverk. „Ísland not got þýðendur!“ Þeir félagar ræða raunveruleikaþættina, fjarvist íslenska Survivor, „holiday in the sun“ og penu góðborgarabyltinguna á Austurvelli í Hismi dagsins. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.