Guðni Ágústsson eyðilagði plankið




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: „Battlefield Earth með John Travolta eyðilagði líf mitt,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamaður á RÚV og ríkjandi fyndnasti maður Íslands, þegar gamlar slæmar kvikmyndir eru rifjaðar upp í Hismi Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar. Á lista IMDB yfir þær myndir sem hljóta verstu einkunnirnar er til dæmis myndin með Travolta. „Ég var að vinna í Háskólabíói við að hleypa út. Þetta var eins og í Clockwork Orange því það var endurtekningin sem var að gera mig brjálaðan. Ég sá endinn á Battlefield Earth 50 sinnum,“ segir Gunnar Hrafn. Kvikmyndir og nýafstaðnar verðlaunahátíðir í Hollywood eru til umræðu í þættinum, þar á meðal ofurselfie-mynd Ellen DeGeneres sem hún tók á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Gunnar Hrafn spyr hvort „selfie-æðið“ sé ekki bara búið. „Hver er að planka í dag? Mér finnst allt svona deyja um leið og einhverjar stofnanir fara að taka þátt í því. Ég reyndi að koma í veg fyrir Harlem Shake á RÚV.“   If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscars pic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014   „En ég veit hvenær plankið fór endanlega yfir um. Það var þegar Guðni Ágústsson plankaði á garðstól, alveg þráðbeinn og það virtist vera mjög óþægilegt. Ég dáðist af þeirri mynd,“ segir Gunnar Hrafn. Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.