Hafa skapað milljarða króna á fjórum árum




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Nýsköpun sækir sífellt í sig veðrið hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki slíta barnsskónum í Innovation House á Eiðistorgi og freista þess að skapa verðmæti úr hugmynd eigenda sinna. Aðstaðan er hugsuð sérstaklega fyrir sprotafyrirtæki. Þar starfar Stefán Þór Helgason hjá Klak/Innovit. Hann er jafnframt verkefnastjóri Gulleggsins. Stefán Þór er gestur Hismisins hjá Árna Helgasyni og Grétari Theodórsyni þessa vikuna. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið til í Gullegginu, til dæmis Clara sem tók þátt árið 2008 var selt á milljarð króna í fyrra. „Annað dæmi er Meniga sem kom 2009, eftir hrunið. Það er metið á tvo og hálfan milljarð í dag. Á fjórum árum verður hugmynd að fyrirtæki sem er milljarða virði,“ segir Stefán Þór. Árni, Grétar og Stefán ræða starf frumkvöðla, þá sem náð hafa langt í þeim geira og hvort þingflokkur Framsóknarflokksins ætti ekki að skrá sig í Gulleggið með hugmyndir sínar. „Þingflokkurinn ætti nú bara að skrá sig sem heild í Gulleggið og koma með góðar hugmyndir. Við tökum vel á móti þeim,“ segir Stefán en bendir þó á að erfitt sé fyrir góðar hugmyndir að ná flugi. „Níu af hverjum tíu lenda í gröfinni áður en langt er komið, það er tölfræðin sem miðað er við.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan eða gerstu áskrifandi með Podcast-spilaranum þínum hér.