Hismið: Aldrei verið betra að vera lélegur í mannkynssögunni




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Hismismennirnir Grétar Theodórsson og Árni Helgason eru með Kjaftæðispistlahöfundinn Hrafn Jónsson, sem er orðin nokkurs konar samfélagsmiðla-sensation vegna pistla sinna í Kjarnanum á undanförnum mánuðum, í eldhúsinu þennan föstudaginn. Þar opinberar Hrafn að hann sé svo óöruggur að nánast allt lífið valdi honum taugaveiklun, að hann hafi einu sinni verið miklu feitari en hann er núna, en svo hafi hann fattað að hann var að verða þrítugur og fékk taugaáfall. „Ég gat ekki verið bæði þrítugur og feitur. Ég varð að velja.“ Hann fullyrðir einnig að það hafi aldrei verið auðveldara að vera lélegur í mannkynssögunni en akkurat núna. Í Hisminu er auk þess farið yfir morðhrinuna í erlendum dýragörðum, hvenær örbylgjuofnanir muni loksins drepa okkur, áhyggjur um að lágkolvetnablæti eigi eftir að valda því að hálf þjóðin hrynji niður með stíflaðar kransæðar og hvort að Hjallastefnunemendur muni í framtíðinni verða fjöldamorðingjar eftir að hafa „tekið allar tilfinningarnar sínar og sett þær ofan í einhverja kistu.“ Niðurstaðan úr þessum stórkostlegu heimspekilegu pælingum er einföld: „Atvinnubílstjórar munu erfa jörðina.“ Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan. Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.