D-riðill: Vonandi verður Balotelli með hausinn í lagi




Kjarninn – Hlaðvarp show

Summary: Hallbera Guðný Gísladóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem bæði hafa leikið með A-landsliðum Íslands í fótbolta, eru á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í fjórða þættinum í HM-hlaðvarpi Kjarnans. Þremenningarnir spá í spilin í D-riðli, þar sem lið Úrúgvæ, Englands, Ítalíu og Kosta Ríka etja kappi. Sérfræðingarnir eru ósammála um hvaða lið komast upp úr riðlinum í sextán liða úrslitin, en vona að Balotelli, framherji Ítala, verði með hausinn í lagi á mótinu. Þá telja þremenningarnir afa ólíklegt að Kosta Ríka muni landa einu einasta stigi í riðlinum. Hlustaðu á Á hliðarlínunni með Adolfi Inga, í Hlaðvarpi Kjarnans, hér að neðan.